Nýtt ár er byrjað og ætli flest okkar hafi ekki sett sér einhver “nýársheit/markmið” enn eitt árið? En svo er spurningin hversu margir ná að halda sínum markmiðum og hversu margir hætta á miðri leið? Ég hef oft velt fyrir mér af hverju þetta tekst hjá sumum en öðrum ekki. Fólk ætlar að taka sig á líkamlega, komast í gott form en alltof oft mistekst þetta og þá er beðið eftir næstu áramótum til að byrja uppá nýtt. Ég hef sjálf verið á þessum stað „núna ætla ég að byrja og ætla að komast í þessa kíló tölu og þá mun mér líða vel“ en eins og oft áður að þá næ ég ekki þessu markmiði.

Ég hef ekki æft svona lítið í mörg ár eins og undanfarin misseri sem hefur gert það að verkum að líðan mín hefur ekki alltaf verið góð. Það er alveg magnað hvað andlega og líkamlega hliðin haldast í hendur. Þegar ég hreyfi mig ekki þá borða ég allskonar bull og langar helst í skyndibita alla daga en þegar ég hreyfi mig og sinni líkamlegu hliðinni minni þá tekur andlega heilsan við sér! Þá byrjar mér sjálfri að líða vel og líkaminn kallar á hollt og hreint mataræði.

Í janúar fjárfesti ég í ketilbjöllum, æfingateygjum og sippibandi. Núna tek ég heimaæfingar ef ég kemst ekki í ræktina svo mér líði vel andlega. Viðhorf mitt hefur breyst mikið eftir að ég fór að pæla meira í andlegu heilsunni fremur en bara að “grennast sem fyrst” og líta sem best út utan frá. Ég tek heimaæfingar til að sinna andlegu heilsunni minni og það tók mig 3 vikur að gera þetta að vana og núna líður mér illa ef ég sleppi æfingum, því það bitnar á sálinni og skapinu mínu þann daginn.

Markmiðið mitt með þessum skrifum er að kannski ætti maður að breyta viðhorfi sínu á hreyfingu og einblína meira á að hreyfa sig fyrir betri líðan. Markmiðið er að líða betur í eigin líkama með því að fara út að labba og fá ferskt loft, taka æfingar heima ef maður kemst ekki í ræktina. Um leið og þú hugsar meira um andlegu heilsuna þá fer líkamanum að líða betur og áður en þú veist af ertu hætt að gúffa í þig skyndibitum og heilum þristapoka á kvöldin. Allt helst þetta saman í hendur. Gefum andlegu heilsunni okkar alla athyglina þetta árið, kannski er það lykillinn að betri árangri?

Mig langar að deila æfingar prógramminu mínu hérna að neðan. Þetta er einfalt og max 30 mínútur á dag. Mæli líka með að taka einn til tvo göngutúra/létt skokk í viku.

p.s. 20% afsláttur af V3 Apparel vörunum okkar með kóðanum: HEILSA

AMRAP -

Ein umferð:

  • 100x sipp.
  • 15x hnébeygju hopp (Jumping Squats) með æfingateygju utan um lærin.
  • 10x Ketilbjöllu-sveiflur (kettlebell swing).
  • 10x axlapressa á hvora hendi með ketilbjöllu/handlóð.
  • Planki í 30 sek.
  • Endurtaka (AMRAP)

Stilltu tímann á 30 mínútur og reyndu að ná eins mörgum umferðum og þú getur. Endurtaktu æfinguna eftir tvo daga og gáðu hvort þú hefur bætt tímann.

Betty
Nýjustu færslur eftir Betty (sjá allt)

Pin It on Pinterest

Shares
Share This

20% afsláttur!

20% afsláttur af V3 Apparel.
Notaðu afsláttar kóðan þegar þú gengur frá greiðslu.

Kóði: HEILSA