Greiðsluleiðir
Við bjóðum uppá greiðslulausnir frá eftirtöldum aðilum.

SaltPay (Hefðbundin greiðslukort)
Netgíró
PEI
Aur
Sjá nánar fyrir neðan.

Dreifðu kostnaðinum

Hvort sem þú kaupir á netinu eða í verslun þá getur þú dreift kostnaðinum með Raðgreiðslum SaltPay.

Tveir lánamöguleikar í boði

 • 14 daga greiðslufrestur:
  Greiðslufrestur  sem veittur er á kennitölu ekki er þörf á kreditkorti.  Ef þú skiptir um skoðun getur þú breytt í Raðgreiðslur inn á Raðgreiðsluvef SaltPay.
 • Raðgreiðslur SaltPay:
  Vörukaupum skipt í allt að 36 mánuði.

Þú getur séð þína heimild og fylgst með lánunum á Mínum síðum SaltPay.

www.saltpay.is

Má bjóða þér örugga og þægilega greiðsluleið?

Netgíró notendur versla á netinu og skilja veskið eftir heima þegar þeir fara í búðina. Þægindin við að borga með Netgíró eru ekki ólík stafrænu kreditkorti. Þú borga einn reikning um mánaðarmót – svo er líka ekkert mál að dreifa greiðslunum eða taka lán, bara eins og hentar hverjum og einum.

Svona virkar Netgíró

Hjá Netgíró safnar þú ölllum færslunum þínum á einn mánaðareikning. Það er bæði einfalt og þægilegt að nota Netgíró hvort sem þú velur að versla oft eða sjaldnar.

Tímabilið er frá 26.- 25. næsta mánaðar og reikningur er sýnilegur til greiðslu um mánaðarmótin. Eftir það safnast þín notkun í eina kröfu í heimabankanum þínum. Þú greiðir aðeins 495 kr. í mánaðargjald þegar þú notar Netgíró.

Mögulegt er að skipta Netgíró mánuði niður á 2- 24 mánuði allt eftir upphæð reiknings.

Einfaldari raðgreiðslur

Við bjóðum upp á einfalda og þægilega lausn ef þú vilt dreifa greiðslum vegna stærri innkaupa í allt að 24 mánuði. Þú verslar með Netgíró í versluninni og dreifir greiðslunum sjálf/ur í appinu eða á þínum síðum.

Vantar aðeins upp á?

Þú getur fengið allt að milljón krónum að láni hjá Netgíró. Umsóknarferlið er 100% rafrænt og þú getur fengið lánið greitt inn á reikning samdægurs.

www.netgiro.is

Einfaldar greiðslur

Þegar verslað er með Pei færð þú greiðsluseðil í heimabankann sem þú hefur 14 daga til að borga. Þú getur sótt um aukinn greiðslufrest með 30/60 þjónustunni eða dreift greiðslum á allt að 48 mánuði.

Ef þú vilt borga með Pei gerum við ekki kröfu um forskráningu í þjónustuna. Það er hægt að borga fyrir vörur eða þjónustu að upphæð 20.000 kr. eða lægra.

Öruggar greiðslur

Rafræn auðkenning tryggir öryggi kaupenda og seljenda gagnvart óprúttnum aðilum sem reyna að nálgast persónu- og greiðsluupplýsingar á netinu.

Heimild

Hámarksheimild einstaklinga getur verið allt að 2.000.000 kr. Notkun Pei hefur engin áhrif á heimildir þínar á greiðslukortum eða í bankaviðskiptum.

www.pei.is

Borgaðu og fáðu greitt með farsímanum.

Hver kannast ekki við það að vera ekki með aur á sér þegar á þarf að halda? T.d. þegar skipta á pizzu, deila leigubíl, gera upp við barnfóstruna eða borga í gjöfinni.

Einfalt og fljótlegt.

  • Þú þarft eingöngu að vita farsímanúmer þess sem þú ætlar að borga eða rukka.
  • Þú getur tengt Aur við bæði debet- og kreditkort.
  • Þegar þú borgar með Aur er tekið út af kortinu sem þú skráðir.
  • Þegar aðrir borga þér er lagt inn á bankareikninginn þinn sem þú skráðir.
  • Aur millifærslur kosta ekkert ef debetkort er notað, verðskrá vegna kreditkorta er hér að neðan.
  • Aur appið er fyrir alla Android og iPhone farsímanotendur.
  • Það skiptir engu máli hjá hvaða símafyrirtæki eða banka þú ert.
  • Aur appið er fyrir alla.

www.aur.is

Pin It on Pinterest

Shares
Share This

20% afsláttur!

20% afsláttur af V3 Apparel.
Notaðu afsláttar kóðan þegar þú gengur frá greiðslu.

Kóði: HEILSA

0