Nýjar vörur á leiðinni

Við erum mjög ánægð og þakklát með viðtökurnar sem við höfum fengið. Okkur hafa borist magar fyrirspurnir um hvenær nýjar vörur koma en þær byrja að berast okkur strax í næstu viku.

FREDDY WR.UP® CURVY SKINNY - DENIM LYS

Eitthvað hefur verið um að viðskiptavinir hafa pantað Freddy wr.up Curvy buxurnar of stórar en númerin í curvy eru töluvert stærri en venjulega.

Sjálf tek ég venjulega medium eða large en myndi taka small í curvy línunni. Þær eru einnig mjög teygjanlegar. 

Freddy Curvy eru teygjanlegar, háar í mitti og endast mjög vel. 

Þessi stærðartafla á við Freddy WR.UP Curvy. Buxurnar eru stórar í sniðum og mælum við því með að þú veljir minni stærð en þú notar venjulega í Freddy. Við mælum einnig með að þú farir í buxurnar á sama hátt og sokkabuxur til að forðast að brjóta sílikonhimnurnar í buxunum.

WR.UP CURVY XS S M L XL
EU STÆRÐ 36-38 38-40 40-42 42-44 44-46

Margir hafa spurt hvort hægt sé að koma og máta en þar sem þetta er ennþá bara vefverslun þá er það ekki hægt. Við bendum á að með öllum sendingum kemur endursendinga miði sem hægt er að nota til að skipta vöru ef stærðin passar ekki. 

Kaupandi greiðir ekki fyrir endursendingu. 

Pokinn er þannig gerður að hægt er að nota hann aftur við endursendingu. Passa þarf að rífa hann á réttum stað eins og sést á myndinni.

Best er að hafa samband áður en vara er endursend.

Einhverjum dögum eftir viðskiptin fær kaupandinn póst um að gefa vörunni einkunn og þar er einnig hægt að setja inn hvaða stærð þú notar venjulega og hvaða stærð þú keyptir.

Þetta kemur sér vel fyrir aðra þegar verið er að velja stærð. Þú ræður svo hvort þú vilt hafa nafnið þitt við færsluna eða hafa hana nafnlausa. 

Staðfestir kaupendur eru sérstaklega merktir eins og sést á myndinni.

Endilega fylgdu okkur á samfélagsmiðlunum Facebook og Instagram.

Betty
Nýjustu færslur eftir Betty (sjá allt)
KARFAN MÍN
  • No products in the cart.

Pin It on Pinterest

Shares
Share This
0