Persónuverndarstefna
- Freeze ehf leggur mikið upp úr því að tryggja öryggi persónuupplýsinga notenda.
- Freeze ehf sér til þess að farið sé með allar persónuupplýsingar í samræmi við lög nr. 77/2000 um persónuvernd og úrvinnslu persónuupplýsinga.
- Stefna Freeze ehf er að geyma og vinna með eins lítið af persónugreinanlegum upplýsingum og mögulegt er til að geta veitt þá þjónustu sem Freeze ehf ber að veita notenda.
- Freeze ehf ábyrgist að nýta sér ekki upplýsingar um notendur á óábyrgan, óöruggan eða ólöglegan hátt.
- Allar upplýsingar sem notendur okkar vefsvæðis láta Freeze ehf í té eða sem Freeze ehf sækir með þeirra leyfi til þriðja aðila eru eingöngu sóttar í þeim tilgangi að hægt sé að veita þeim þá þjónustu sem þeir eiga rétt á.
Persónu upplýsingarnar
Við notum persónuupplýsingar þínar ekki í neinum öðrum tilgangi en þeirra er aflað. Við áskiljum okkur rétt til að deila persónuupplýsingum þínum með þriðju aðilum sem koma að tæknilegu viðhaldi eða greiðsluþjónustu (slíkir aðilar kallast héðan í frá einu nafni “þriðju aðilar”) að því marki sem nauðsynlegt er svo við getum innt þjónustuna af hendi. Við tryggjum að slíkir þriðju aðilar viðhafi fullan trúnað. Freeze ehf ábyrgist að nota þessar upplýsingar eingöngu í bókhaldslegum tilgangi og til að tryggja réttindi notenda. Notendur https://www.freeze.is (en ekki Freeze ehf ) eiga sínar persónuupplýsingar og hafa einir aðgang að þeim ásamt starfsfólki Freeze ehf .
Tölfræðilegar samantektir
Freeze ehf áskilur sér rétt til að útbúa ópersónugreinanlegar tölfræðilegar samantektir og aðrar afleiddar upplýsingar sem án alls vafa eru ekki persónugreinanlegar og nota sér þær í starfi félagsins, til dæmis fyrir ársskýrslu Freeze ehf og á fundum á vegum félagsins.
Vefhegðun
Þegar notendur heimsækja vefsvæðið https://www.freeze.is, kann vefsvæðið https://www.freeze.is að safna tæknilegum upplýsingum um notkun þeirra, t.d. um tegund vafra, hvaða vefsíður notendur heimsækja á https://www.freeze.is, tímann sem notendur verja á vefnum o.s.frv. Þess konar upplýsingar eru eingöngu notaðar til að bæta upplifun notenda af þjónustunni, t.d. með því að bæta hönnun þjónustunnar eða láta notendur vita af hugsanlegum tæknilegum vandamálum í búnaði þeirra.
Upplýsingar til 3. aðila
Freeze ehf mun ekki undir nokkrum kringumstæðum selja, leigja eða á annan hátt afhenda persónuupplýsingar notenda https://www.freeze.is til þriðja aðila nema Freeze ehf sé það skylt samkvæmt lögum eða samkvæmt beiðni notanda.
Bókhaldsgögn
Bókhaldsgögn eru geymd í samræmi við lög og reglur um færslu bókhalds og varðveislu þess.
Takmörkun ábyrgðar
Að því marki sem gildandi lög heimila, ber Freeze ehf enga skaðabótaábyrgð vegna atvika sem upp kunna að koma vegna þess hvernig þjónustan er notuð eða útveguð, nema ef hægt er að rekja slík atvik til vítaverðrar vanrækslu eða misferlis af ásetningi af hálfu Freeze ehf . Freeze ehf ber enga ábyrgð á töfum sem verða á þjónustunni eða því að þjónustan virki ekki sem skyldi vegna óviðráðanlegra atvika.
Lög og lögsaga
Þessi persónuverndarstefna fellur undir íslensk lög. Leysa skal úr ágreiningi sem kann að rísa eða í tengslum við persónuverndarstefnuna fyrir Héraðsdómi Reykjaness ef ekki er hægt að leysa úr honum á annan hátt.
Breytingar
Freeze ehf áskilur sér rétt til þess að breyta og uppfæra persónuverndarstefnu þessa hvenær sem er. Við látum vita af slíkum breytingum á heimasíðu Freeze ehf.
Tengiliða upplýsingar
Ef þú óskar eftir nánari upplýsingum varðandi persónuverndarstefnu Freeze ehf skaltu hafa samband við okkur hér: Sími: 830 0080, Netfang: freeze@freeze.is
Traust er eitt af einkunnarorðum Freeze ehf og leggur félagið mikla áherslu á að tryggja öryggi þeirra persónuupplýsinga sem notendur https://www.freeze.is treysta Freeze ehf fyrir.