SKILMÁLAR

Upplýsingar um seljanda

Freeze ehf
kt. 540322-0820
Sími: 830 0080
Netfang: freeze(hja)freeze.is
VSK númer 144191

Verslað í vefverslun

Vefverslunin freeze.is er einföld og örugg. Hér fyrir neðan getur þú skoðað skref fyrir skref hvernig þú verslar og hverju þú getur átt von á.

 1. Skoðaðu vöruna og lestu upplýsingarnar, við reynum að hafa þær sem ítarlegastar. Smelltu á “setja í körfu” þegar þú hefur fundið það sem þér líkar. Um leið og aðgerðin er framkvæmd sérðu tölu í innkaupakörfunni í toppi síðunnar. Það er fjöldi þeirra vara sem eru í innkaupakörfunni þinni. Þú ert einnig fluttur um leið í körfuna til að auðvelda að ljúka verslun, en getur að sjálfsögðu ákveðið að halda áfram að versla.

 2. Veldu fleiri vörur og settu í körfuna eða veldu að skoða körfu til að fullvissa þig um að allar upplýsingar séu réttar. T.d. fjöldi eininga. Þú getur alltaf fjarlægt vörur með því að smella á X-ið eða breytt fjölda og mundu þá að “uppfæra körfuna”. Það er einnig hér í körfunni, sem þú bætir inn afsláttarkóða ef þú hefur slíkan í fórum þínum.

 3. Ef þú ert nýr viðskiptavinur þarftu að fylla út næstu skref, sem snúa að greiðsluupplýsingum og heimilisfangi. Ef þú hefur verslað áður á freeze.is getur þú alltaf skráð þig inn á “Mínar síður” og nýtt upplýsingar sem fyrir eru. Ef þú hefur gleymt lykilorðinu, smelltu þá á “gleymt lykilorð”, skráðu netfangið eða notendanafn og nýtt lykilorð er sent um hæl á netfangið þitt.

 4. Þú fyllir út upplýsingarnar og smellir á “áfram”. Þegar hér er komið sögu þarftu að skrá upplýsingar um greiðslukort. Þú getur notað Visa og Mastercard í vefversluninni. freeze.is síðan sendir þig áfram yfir í örugga greiðslugátt Saltpay um leið og skrá þarf upplýsingar um greiðslukortið. freeze.is er því aldrei með neinar slíkar upplýsingar, heldur tekur Saltpay, Netgíró, Pei og Aur beint við slíku og varðveitir og gengur frá greiðslunni. Mundu að haka við að þú hafir samþykkt skilmálana og svo staðfesta pöntun.

 5. Þegar greiðslu er lokið ættir þú að færast aftur yfir á síðuna freeze.is – sýndu smá þolinmæði. Þá geturðu skoðað allar upplýsingar um pöntunina þína í “Mínar síður”. Þú færð einnig staðfestingu á pöntun senda um hæl á netfangið, sem þú hefur skráð.
Skilaréttur

Skilafrestur rennur út 14 dögum eftir að vara er pöntuð í netverslun.

Vilji viðskiptavinur ekki skipta vörunni fyrir aðra vöru er hægt að fá inneignarnótu í staðinn.

 • Með vörunni þarf að fylgja kvittun.
 • Varan þarf að vera í því ástandi sem hún kom til þín, ónotuð og með miðanum á.
 • Ef varan er ekki í því ástandi sem skilyrði segja til um áskilur Freeze ehf sér rétt á að neita að taka við vörunni.
 • Ekki er hægt að skila né skipta útsölu/tilboðs vörum.
 • Kostnaður við endursendingu og nýja sendingu vöru vegna skipta á ógallaðri vöru er á ábyrgð og kostnað viðskiptavinar.
 • Skrá þarf pakkann við sendingu svo hann týnist ekki hjá Póstinum. Ef pakki týnist sem sendur er til baka er það á ábyrgð kaupanda.

Ef þarf að skila/skipta vöru þá vinsamlegast hafðu samband við okkur til að fá frekari upplýsingar á netfangið vefverslun(hja)freeze.is

Upplýsingar um verð
 • Verð, myndir og vörulýsingar á netinu og vörulista eru birtar með fyrirvara um villur.
 • Sendingarkostnaður bætist við pöntun í kaupferli í samræmi við þann sendingarmáta sem valinn.
Afhendingartími

Freeze ehf nýtir sér sendingarþjónustu þriðja aðila og ber ekki ábyrgð á töfum sem koma upp eftir að pöntun hefur verið afgreidd sendingaraðila. Afhendingartími er mismunandi eftir hvaða sendingarmáti var valinn. Á álagstímum getur afhendingartími orðið lengri en búist er við.

 • Pósturinn: Sent af stað alla virka daga eins fljótt og auðið er.
 • Sent er næsta dag eftir að pöntun er greidd.
 •  
Greiðslumöguleikar

Freeze ehf býður upp á eftirfarandi greiðslumöguleika:

 • Saltpay
 • Netgíró
 • PEI
 • Aur

Kredit- og debetkort: Viðskiptavini er vísað á örugga greiðslugátt Saltpay þar sem allar kortaupplýsingar eru slegnar inn. Greiðslan skuldfærist strax af kortinu. Engar persónuupplýsingar eru geymdar á netþjónum Freeze ehf sem tengjast greiðslu pöntunar þinnar.

Netgíró: Greiðsla fer fram á öruggu vefsvæði Netgíró samkvæmt þeirra skilmálum. Hægt er að nýta sér raðgreiðslur með Netgíró. Nánari upplýsingar og skilmála er hægt að nálgast á www.netgiro.is

Greiðsluvandamál

Ef vandamál vegna greiðslu koma upp eftirá vegna greiðslu (t.d. vákort) áskiljum við okkur rétt til að hafna greiðslunni og hætta við pöntunina.

Öryggi vefsvæðis

Við setjum öryggi viðskiptavina okkar á oddinn. Við notum bestu tækni sem völ er á til að tryggja að allar greiðslur séu öruggar. Notast er við SSL kóðun til að tryggja dulkóðun kortanúmersins og annara persónugagna, en kóðunin uppfyllir ströngustu kröfur um gagnavernd á netinu. Undir lok pöntunarinnar flytur síðan þig yfir á https-svæði þar sem þú setur inn kortaupplýsingar. Kortaupplýsingar eru settar beint inn á svæði Saltpay, Netgíró, Pei, Aur og því er freeze.is aldrei handhafi slíkra upplýsinga. Við vistum sem sagt engar kortaupplýsingar á vefþjónum okkar eða vefsvæðum.

Gamlir vafrar geta verið öryggisógn og því mælum við alltaf með að notendur séu með nýjustu útgáfu af þeim vafra sem þeir kjósa að nota. Gamlir vafrarar geta einnig komið í veg fyrir þægileg, einföld og örugg viðskipti með því að “tala” ekki beint við vefsvæðið.

Persónuvernd
 • Freeze ehf leggur mikið upp úr því að tryggja öryggi persónuupplýsinga notenda.
 • Freeze ehf sér til þess að farið sé með allar persónuupplýsingar í samræmi við lög nr. 77/2000 um persónuvernd og úrvinnslu persónuupplýsinga.
 • Stefna Freeze ehf er að geyma og vinna með eins lítið af persónugreinanlegum upplýsingum og mögulegt er til að geta veitt þá þjónustu sem Freeze ehf ber að veita notenda.
 • Freeze ehf ábyrgist að nýta sér ekki upplýsingar um notendur á óábyrgan, óöruggan eða ólöglegan hátt.
 • Allar upplýsingar sem notendur okkar vefsvæðis láta Freeze ehf í té eða sem Freeze ehf sækir með þeirra leyfi til þriðja aðila eru eingöngu sóttar í þeim tilgangi að hægt sé að veita þeim þá þjónustu sem þeir eiga rétt á.

Sjá allt um persónuverndarstefnu hér.

Vafrakökur

Við notum vafrakökur á vefsvæðinu til þess að tryggja bestu mögulegu upplifun notenda. Vafrakökur eru notaðar í margvíslegum tilgangi, þar á meðal til þess að bæta virkni vefsvæða, til greiningar og til að beina auglýsingum til markhópa.Sján nánar hér.

Ágreiningur

Reynt er að leysa öll mál á sem einfaldastan hátt. Ef það er ekki mögulegt er hægt að bera málið undir Kærunefnd þjónustu og lausafjárkaupa hjá Neytendastofu. Lokaúrræði er að fara með málið fyrir dómstóla og skal það gert í íslenskri lögsögu fyrir Héraðsdómi Reykjaness skv. ákvæðum laga nr. 91/1991.

Pin It on Pinterest

Shares
Share This

20% afsláttur!

20% afsláttur af V3 Apparel.
Notaðu afsláttar kóðan þegar þú gengur frá greiðslu.

Kóði: HEILSA

0