Um Freeze.is

Ég heiti Elísabet og hef búið í Danmörku frá unga aldri en flutti nýlega heim eftir tuttugu ára dvöl erlendis. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á íþróttum og hreyfingu en frá sex ára aldri og fram að unglingsárum spilaði ég fótbolta en svo tók áhuginn á líkamsrækt við. Þar sem ég hef eytt mörgum klst í líkamsræktarsal fyrir sjálfa mig en einnig sem þjálfari veit ég hversu mikils virði það er að vera í þægilegum æfingarfötum sem auka hreyfigetu og vellíðan. Einnig hafa þessi föt nýst mér vel í starfi mínu sem Íþróttanuddari vegna þess hve þægileg þau eru.

Ég þekki þessi merki af eigin reynslu og langar að gefa öðrum konum tækifæri til að kynnast þessum fatnaði. Mér fannst úrvalið hérna á landi ekki nógu mikið og fékk hugmyndina að selja þessi föt, sem eru búin að vera vinsæl í mörg ár í hinum norðurlöndunum, þegar ég oftar en einu sinni fékk spurningar í ræktinni um hvar ég hefði keypt æfingarfötin.

Markmið okkar með netverslunni er að selja hágæða íþróttafatnað fyrir konur í öllum stærðum. Við leggjum áherslu á að selja fatnað sem lætur okkur konum líða vel og eflir sjálfstraust og þægindi okkar við æfingar. Þess vegna ákváðum við að fara í samstarf við skandinavísk vörumerki sem við þekkjum af eigin reynslu. Vörumerkin eru vinsæl í Danmörku, Svíþjóð og Noregi.

Elísabet Magnusen Friðþjófsdóttir,
Framkvæmdastjóri Freeze ehf.

Pin It on Pinterest

Shares
Share This

20% afsláttur!

20% afsláttur af V3 Apparel.
Notaðu afsláttar kóðan þegar þú gengur frá greiðslu.

Kóði: HEILSA

0